19 Janúar 2021 11:42

Karlmaður á sjötugsaldri lést á Landspítalanum gær, en maðurinn féll af reiðhjóli á göngustíg í Seljahverfinu í Breiðholti síðastliðin laugardag. Tilkynning um slysið barst lögreglu á níunda tímanum á laugardagsmorgun og var maðurinn fluttur á slysadeild, en hann lést svo á spítalanum í gær eins og áður sagði. Ekki er hægt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.