10 Nóvember 2021 13:37
Banaslys varð norðan gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar á níunda tímanum í morgun þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól rákust þar saman. Annar ökumannanna lést og hinn slasaðist alvarlega. Tilkynning um slysið barst kl. 8.08, en myrkur og blautt var á vettvangi.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.