21 Desember 2015 16:14

Karl á sextugsaldri lést í umferðarslysi á Vesturlandsvegi í morgun, en hann var á reiðhjóli sem bifreið ók á. Tilkynning um slysið barst lögreglu kl. 6.34, en lokað var fyrir umferð um Ártúnsbrekku (austur) í á aðra klukkustund vegna þessa.

Lögreglan biður þá sem kunna að hafa orðið vitni að slysinu að hafa samband í síma 444 1000. Einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið sigurdur.petursson@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.