8 Mars 2024 09:57
Karlmaður um tvítugt lést í umferðarslysi í Garðabæ síðdegis í gær. Hann ók bifhjóli vestur Heiðmerkurveg, en virðist hafa misst þar stjórn á því og hafnaði hjólið utan vegar. Tilkynning um slysið barst kl. 18.19 og var maðurinn fluttur á Landspítalann, en var úrskurðaður látinn skömmu eftir komuna þangað.
Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins.