5 Júní 2016 21:23

Einn er látinn og þrír eru þungt haldnir á gjörgæsludeild eftir alvarlegt umferðarslys í Hvalfjarðagöngunum í dag. Um var að ræða harðan árekstur á milli jeppabifreiðar og fólksbifreiðar sem ekið var úr sitthvorri áttinni. Lögreglu barst tilkynning um slysið rétt fyrir klukkan tvö í dag og fóru Lögreglan á höfðuborgarsvæðinu og Lögreglan á Vesturlandi á vettvang ásamt starfsfólki Spalar og neyðaraðilum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka málið. Hvalfjarðargöngum var lokað á meðan á aðgerðum stóð en hafa nú verið opnuð.