6 Nóvember 2017 18:14

Karlmaður lést í umferðarslysi á gatnamótum Sæbrautar og Kirkjusands í Reykjavík í dag, en þar rákust saman bíll og reiðhjól. Tilkynning um slysið barst kl. 13.01, en hinn látni var á reiðhjóli. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins, en ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu.

Lögreglan biður þá sem kunna að hafa orðið vitni að slysinu að hafa samband í síma 444 1000, en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið gudmundur.pall@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.