19 Desember 2010 12:00

Alvarlegt slys varð laust fyrir klukkan 17:00 í gær þegar ekið var á gangandi vegfaranda á Snorrabraut við Bergþórugötu, mann á sextugsaldri.  Hann hlaut höfuðáverka auk fleiri meiðsla og var fluttur á slysadeild Landspítala. Hann var úrskurðaður látinn skömmu eftir komuna þangað.

Rannsókn málsins stendur yfir og lýtur m.a. að stöðu umferðarljósa  er slysið varð, en talið er að maðurinn hafi farið yfir götuna á móti rauðu ljósi. Þá er bifreið ökumanns til skoðunar. Ekki er talið að um hraðakstur hafi verið að ræða.