18 September 2003 12:00

Móttakandi: Fjölmiðlar

Sendandi: Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn

Dagsetning: 18.september 2003

Efni: Bankarán í Íslandsbanka Lóuhólum 2-6

Lögreglunni í Reykjavík var kl 14:59 tilkynnt um bankarán í Íslandsbanka Lóuhólum 2-6. Ræninginn var vopnaður eggvopni og á þessari stundu liggur ekki fyrir hversu miklum fjármunum honum tókst að hafa á brott með sér. Lögreglan vinnur nú að rannsókn málsins og verða frekari upplýsingar veittar síðar.

Einstaklingar sem búa yfir upplýsingum sem kunna að tengjast málinu eru hvattir til að hafa samband við lögreglu í síma 569-9020 eða 569-9050

Fhl

Karl Steinar Valsson

aðstoðaryfirlögregluþjónn