10 Febrúar 2022 08:40

Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur ákveðið að setja á bann við flugi dróna/fjarstýrðra loftfara á tilteknu svæði, sbr. 4. tl. 12. gr. reglugerðar um starfrækslu fjarstýrðra loftfara nr. 990/2017, vegna köfunaraðgerða við sunnanvert Þingvallavatn.

Af þeim sökum verður óheimilt að fljúga dróna (fjarstýrðu loftfari) innan 4 km radíus frá miðpunkti Ölfusvatnsvíkur (64° 8.263‘N 21° 4.012‘W).

Bannið gildir frá og með 10. febrúar þar til verkefninu er lokið og er í gildi allan sólarhringinn þessa daga.

Myndin sýnir miðpunkt bannsvæðis og útjaðar þess.