21 Júní 2023 11:51

Umferðarlögin eiga það til að vefjast fyrir fólki enda margt sem ber að hafa í huga. Sérstakar reglur um bann við stöðvun eða lagningu ökutækis, eins og segir í 29. gr. laganna, er þar á meðal og því er full ástæða til að rifja hana upp, en vakin er sérstök athygli á f liðnum: þar sem akbraut er skipt í akreinar með óbrotinni mið- eða deililínu milli akreina eða svo nálægt slíkri línu að torveldi akstur inn á rétta akrein.