22 Mars 2007 12:00

Þrír bensínþjófnaðir voru tilkynntir til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær. Einn stal eldsneyti í austurborginni, annar í vesturbænum og sá þriðji í Hafnarfirði. Þjófanna er nú leitað en töluvert ber á því að óprúttnir aðilar stundi þennan ljóta leik á bensínstöðvum.

En þjófarnir sem voru á ferðinni í gær stálu ýmsu öðru en eldsneyti. Einn bíræfinn gekk inn í verslun í borginni og hafði á brott með sér skjávarpa. Útvarpi var stolið úr bíl í Hafnarfirði en á sama stað var farið inn í fjóra aðra bíl og læsingar skemmdar á tveimur þeirra.

Þá voru unnar skemmdir á þremur bílum í Reykjavík en þeir voru staðsettir í Árbæ, Grafarvogi og Fossvogi. Í Kópavogi var brotist inn í nýbyggingu. Engu var stolið en aðkoman var hins vegar slæm.