27 September 2006 12:00

Tveir bensínþjófnaðir voru tilkynntir til lögreglunnar í Reykjavík í gær. Í báðum tilfellum höfðu ökumenn tekið eldsneyti á bensínstöðvum en síðan ekið á brott án þess að greiða fyrir það. Annar þjófurinn náðist síðdegis en hann gaf þá skýringu að hann hefði gleymt að borga. Hann var látinn snúa aftur á bensínstöðina til að gera upp skuldina.

Háttalag af þessu tagi er ekki til eftirbreytni og sama má segja um þá sem leggjast svo lágt að stela úr búðum. Nánast daglega er fólk staðið að verki við þessa ljótu iðju en þetta er orðið töluvert vandamál. Í gær kom slíkt mál til kasta lögreglunnar en þá hafði unglingur tekið hluti ófrjálsri hendi.