12 Ágúst 2015 13:18

Í gærkvöldi var ökumaður bifhjóls mældur á 147 km/klst hraða á Sæbraut við Súðarvog, en þar er 60 km/klst. Þegar ökumanni voru gefin stöðvunarmerki missti hann stjórn á hjólinu með þeim afleiðingum að hann féll í götuna og runnu ökumaður og bifhjól eftir henni töluverða leið. Ökumaður bifhjólsins var nokkuð lemstraður eftir en reyndist ekki vera alvarlega slasaður.

Ökumaðurinn, karlmaður á þrítugsaldri, reyndist vera sviptur ökuréttindum, en ökumaðurinn er margsviptur ökuréttindum vegna ýmiskonar umferðarlagabrota.

IMG_9939