12 Febrúar 2014 12:00
Nokkuð er um að fullfrískir einstaklingar leggi í bifreiðastæði sem eru sérmerkt fötluðum. Þetta á sér jafnvel stað á bílastæðum þar sem næg stæði er að hafa. Einhverra hluta vegna geta sumir ökumenn ekki virt þessa sjálfsögðu reglu, en svo virðist sem leti sumra ríði ekki við einteyming. Þeim og öðrum til glöggvunar er hér birt umferðarmerkið sem sýnir þegar bifreiðastæði er ætlað fötluðum og engum öðrum. Undanfarna daga hefur lögreglan staðið nokkra ökumenn að verki sem virtu ekki áðurnefnda reglu, en hinir sömu voru sektaðir um 10 þúsund krónur fyrir vikið.