25 Janúar 2012 12:00

Mjög mikið er um stöðubrot á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana, ekki síst í efri byggðum. Bílaplön eru víða ófær og ökumenn freistast því til að leggja ólöglega nánast hvar sem er. Þetta skapar vandræði fyrir almenningssamgöngur svo ekki sé minnst á neyðarakstur lögreglu, slökkviliðs og sjúkraliðs þegar hætta er á ferðum. Lögreglan hvetur því ökumenn til að leita allra leiða til að leggja löglega og hafa ávallt áðurnefnd sjónarmið í huga. 

Ökumenn eru sömuleiðis beðnir um að leggja ekki af stað á vanbúnum bílum og allir ættu svo auðvitað að fylgjast með upplýsingum um færð og veður. Veðurútlitið er reyndar ekki gott og því ætti fólk að forðast það að vera á ferðinni, ef það mögulega getur.