28 Júní 2022 14:50
Enn vefst fyrir ökumönnum að leggja löglega í Laugardalnum, en ástandið um helgina var í verra lagi. Höfð voru afskipti af um 150 ökutækjum á laugardag, sem öllum var lagt ólöglega, en eigenda/umráðamanna þeirra bíður nú 10 þúsund kr. sekt fyrir stöðubrot.
Rétt er að nefna að mikinn fjölda bílastæða er að finna á svæðinu, en mörg þeirra eru vannýtt og svo var um helgina. Til glöggvunar endurbirtum við hér kort af bílastæðum í Laugardalnum (Samtals 1700 bílastæði) og hvetjum fólk til að kynna sér það vel. Sérstök ástæða er til að nefna bílastæðin á milli Reykjavegar og Laugardalsvallar, en stæðin þar syðst hafa iðulega verið illa nýtt þegar viðburðir fara fram. Umrædd stæði eru merkt P á öðru korti sem fylgir líka þessari færslu.