23 September 2011 12:00

Tveir ungir menn stálu bíl í Kópavogi í gærmorgun. Í framhaldinu fóru þeir á bensínstöð, stálu þar eldsneyti og héldu síðan upp í langferð sem lauk á Norðurlandi nokkrum klukkutímum síðar. Þar voru þeir handteknir og sendir aftur í bæinn en þeirra beið vist í fangageymlsu lögreglunnar við Hverfisgötu. Mennirnir hafa áður komið við sögu hjá lögreglu.