28 Ágúst 2006 12:00

Tveir menn voru handteknir í nótt þegar til þeirra sást við að brjótast inn í bíl. Tveir menn voru líka handteknir í fyrrinótt fyrir samskonar iðju en það voru þó ekki sömu aðilar. Þá voru tveir, ölvaðir reiðhjólamenn handteknir um helgina en þeir þóttu sýna kyrrstæðum bílum grunsamlega mikinn áhuga.

Og meira um ölvun. Fimmtán ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur um helgina og er það ámóta og aðrar helgar í sumar. Þetta eru ískyggilegar tölur en sem betur fer eru til margir sem vilja bregðast við þessu vandamáli. Í það minnsta á það við um vegfarendur sem stöðvuðu drukkinn karlmann um helgina. Sá ætlaði að setjast undir stýri og aka á brott en þá gripu nærstaddir til sinna ráða. Bíllyklarnir voru teknir af manninum og haft var samband við lögregluna.