23 Maí 2007 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði átján ökumenn í gær sem notuðu ekki öryggisbelti en kæruleysi ökumanna hvað þetta varðar er áhyggjuefni. Þá ber mikið á því að eigendur eða umráðamenn ökutækja færa þau ekki til skoðunar og af þeim sökum hafa mörg skráningarnúmer verið fjarlægð af bílum undanfarna daga og vikur. Sama gildir um ótryggð ökutæki en skráningarnúmer voru tekin af tólf ökutækjum í gær af þeirri ástæðu einni. Lögreglan hvetur fólk til að hafa þessa hluti í lagi.