18 September 2009 12:00

Bílþjófur var handtekinn í Reykjavík í nótt. Það voru lögreglumenn við eftirlit sem veittu athygli ljóslausum bíl sem var ekið í miðborginni. Við frekari athugun kom í ljós að bíllinn var stolinn. Við stýrið var kona á þrítugsaldri og var hún handtekin og flutt á lögreglustöð.