14 September 2006 12:00
Lögreglunni í Reykjavík berst töluvert af kvörtunum vegna bíla sem er illa lagt. Bæði eru þetta bílar sem hindra umferð og er lagt í einkastæði annarra. Það fyrrnefnda má flokka sem mikið tillitsleysi en það síðara er eiginlega dónaskapur. Í tilfellum sem þessum þarf oft að láta fjarlægja bílana.
Og meira um tillitsleysi í umferðinni. Allir vita að það er óásættanlegt að nema staðar í hringtorgi til að hleypa út farþega. Ekki þarf að fjölyrða um slysahættuna sem því fylgir. Engu að síður verða sumir ökumenn uppvísir að þessu. Aðspurðir segjast þeir vera að flýta sér og hafa ekki tíma til að finna hentugri stað til að stöðva bílinn á. Reynslan sýnir okkur hins vegar að það borgar sig aldrei að flýta sér í umferðinni. Gott væri ef allir ökumenn hefðu það ávallt í huga.