22 Mars 2010 12:00

Tveimur bílum var stolið á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Annar var tekinn í Kópavogi þar sem hann var skilinn eftir ólæstur og með bíllykilinn í kveikjulásnum. Hinn var tekinn í Reykjavík en báðir bílarnir eru nú komnir í leitirnar.

Lögreglan ítrekar að bílar séu ekki skildir eftir ólæstir og í gangi. Sé það gert er verið að bjóða hættunni heim. Þegar ökutækið er yfirgefið skal taka bíllykilinn með og alls ekki skilja hann eftir í kveikjulásnum eins og ótal dæmi eru um. Tíðar tilkynningar um nytjastuld undanfarið gefa til kynna að ökumenn þurfa að gera miklu betur í þessum efnum.