8 Október 2010 12:00

Karl á fertugsaldri slapp með skrekkinn þegar hann velti bílnum sínum á Elliðavatnsvegi í Garðabæ í gærkvöld. Ekki er ljóst hvað olli því en óhappið átti sér stað á móts við Urriðakotsvatn en ökumaðurinn bar við lélegum merkingum á veginum. Hann kenndi til í baki og hálsi og var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Maðurinn virtist þó hafa sloppið vel miðað við aðstæður en hann var í bílbelti og vafalaust hefur það bjargað miklu.