23 Nóvember 2007 12:00

Tvær fjórtán ára stúlkur voru teknir fyrir þjófnaði í Smáralind en önnur stal snyrtivörum en hin gallabuxum. Slíkar uppákomur eru því miður nokkuð algengar í verslunum á höfuðborgarsvæðinu en svo virðist sem þjófar beiti allra bragða. Stúlkan sem reyndi að stela gallabuxunum fékk tvær slíkar lánaðar í ónefndri verslun og fór með þær í mátunarklefa. Starfsmaður taldi að buxurnar hefðu ekki passað á stúlkuna eða fallið að hennar smekk því hann sá hana skilja báðar gallabuxurnar eftir áður en hún yfirgaf verslunina. Þegar starfsmaðurinn aðgætti þetta betur reyndust aðrar buxurnar nýjar en hinar gamlar og slitnar. Stúlkan hafði sem sagt tekið nýjar gallabuxur úr búðinni en skilið gamlar eftir í staðinn. Sú þjófótta komst ekki langt og var stöðvuð í næstu verslun og reyndust stolnu gallabuxurnar vera í poka sem hún hafði meðferðis. Í þeirri verslun hafði vinkona hennar stolið snyrtivörum. Stúlkurnar voru fluttar á lögreglustöð og þar var þeim og foreldrum þeirra gerð grein fyrir alvarleika málsins.