8 September 2006 12:00

Tveir þjófar voru gripnir í verslunum í Reykjavík í gær þegar þeir reyndu að komast undan með fatnað án þess að borga fyrir hann. Í öðru tilvikinu var um að ræða konu á þrítugsaldri en í hinu var það karlmaður á fimmtugsaldri.

Konan tók buxur með sér í mátunarklefa og klæddist þeim undir buxunum sem hún var í fyrir. Þessi aðferð er velþekkt og er verslunarfólk því á varðbergi. Það skilaði sér í þessu tilfelli. Karlinn hafði annan háttinn á. Hann fór í jakka og snaraði sér síðan út en komst ekki langt.