10 Júní 2022 18:26

Búið er að ná erlendum ferðamanni sem  fór út með öldu í Reynisfjöru um kl. 16:40 í dag um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar.   Þyrlan kom á vettvang um kl. 17:50 og tók skamma stund að ná manninum úr sjónum.  Maðurinn var á ferð með eiginkonu sinni í stærri hópi í skipulagðri ferð.  Björgunarsveitir á Suðurlandi og í Vestmanneyjum voru kallaðar til vegna slyssins auk þeirra daglegu viðbragðshópa lögreglu og sjúkraflutningamanna.   Þá er verið að kalla til aðstoð áfallahjálparteymis Rkí til að hlúa að  fólki úr hópnum.    Rannsókn slyssins og á tildrögum þess er hafin eins og skylt er um atburði sem þessa.  Ekki er að vænta frekari upplýsinga af málinu, frá lögreglu , að sinni.