7 Mars 2008 12:00

Maðurinn, sem lögreglan hefur leitað vegna tilraunar til stuldar á fartölvum úr tölvubúð við Borgartún, hefur verið handtekinn og hefur hann játað verknaðinn. Maðurinn beitti harkalegri aðferð við að losna úr haldi starfsmanns sem hafði gómað hann við verknaðinn. Maðurinn hótaði að stinga starfsmanninn með töng sem hann hafði meðferðis. Starfsmaðurinn skrámaðist aðeins lítillega í framan. Maðurinn er enn í haldi lögreglu.