20 Mars 2007 12:00

Fjórar stúlkur á aldrinum 16-19 ára voru teknar fyrir þjófnað í Smáralind undir kvöldmat í gær en þær stálu snyrtivörum. Stúlkurnar voru fluttar á svæðisstöðina í Kópavogi en þar var haft samband við forráðamenn þeirra. Þrjár stúlknanna eru yngri en 18 ára. Þrettán ára stelpa stal sælgæti í Kringlunni en með henni í för voru tveir aðrir unglingar, 13 og 15 ára. Öll voru flutt á lögreglustöð og þangað komu forráðamenn þeirra og sóttu þau. Þá var 11 ára drengur fluttur á svæðisstöðina í Breiðholti en sá hafði tekið vörur ófrjálsri hendi í matvöruverslun. Þangað var hann sóttur af forráðamanni.