3 Apríl 2018 13:01

Fyrir liggur bráðabirgðaniðurstaða krufningar á líki manns sem fannst látinn að Gýgjarhóli II að morgni laugardagsins 31. mars s.l.   Á líkinu eru áverkar sem leitt hafa hann til dauða.

Rannsókn málsins er umfangsmikil og unnin í samvinnu lögreglunnar á Suðurlandi, tæknideildar lögreglu höfuðborgarsvæðisins og réttarmeinafræðings Landspítala háskólasjúkrahúss.  Eðli málsins samkvæmt verða ekki gefnar frekari upplýsingar um stöðu þess eða rannsókn að sinni.