20 Júní 2019 16:26

Þessi glæsilegi hópur lögreglumanna brautskráðist frá Háskólanum á Akureyri um síðustu helgi og óskum við þeim innilega til hamingju með áfangann. Reyndar var útskriftarhópurinn enn stærri, en ekki áttu allir heimangengt þegar stillt var upp fyrir myndatökuna. Lögreglumennirnir eru nú farnir til starfa hjá embættunum víða um land og þar mun menntun þeirra örugglega koma að góðum notum.