17 Ágúst 2010 12:00

Í dagblaðinu DV birtust í gær ummæli höfð eftir yfirmanni kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þau ummæli endurspegla á engan hátt afstöðu eða viðhorf embættisins til kynferðisbrota eða fórnarlamba slíkra brota. Harmar embættið þessi ummæli og biðst jafnframt afsökunar á þeim.

Það er jafnframt mat yfirmanns kynferðisbrotadeildarinnar að ummælin séu til þess fallin að skaða trúverðugleika rannsókna lögreglunnar á þessu viðkvæma og mikilvæga sviði og það harmi hann. Í því ljósi hefur hann beðist afsökunar á þeim og óskað eftir því að vera færður úr starfi yfirmanns kynferðisbrotadeildar LRH. Hefur lögreglustjóri þegar fallist á þá beiðni.

Rannsóknir kynferðisbrota hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu munu því frá deginum í dag heyra beint undir yfirmann rannsóknardeilda LRH, Friðrik Smára Björgvinsson yfirlögregluþjón.

Reykjavík, 17. ágúst 2010.