14 Nóvember 2020 10:05

Það kostar ekkert, en er þó svo mikils virði. Sá, sem móttekur það, verður ríkari án þess að sá sem gefur það verði fátækari. Það varir ef til vill aðeins stutta stund, en getur þó geymzt í minni manns allt til hinztu stundar. Enginn er svo ríkur að hann geti án þess verið og enginn svo vesæll að það verði honum ekki til fróunar. Það eykur ánægju heimilislífsins og samúð og velvild í viðskiptaheiminum, auk þess sem það er ætíð eitt af augljósustu táknum vinsemdar. Það léttir hinum þreytta, ljós hinum óánægða, gleði hinum hrygga og móteitur gegn áhyggjum. Samt er það hvorki til sölu eða úthlutunar í góðgerðaskyni. Því verður ekki stolið og það verður heldur ekki tekið að láni. Enginn getur notið þess að fullu nema það sé látið í té ósjálfrátt og án minnstu vonar um endurgjald. Ef þér skylduð nú rekast á einhvern, sem er svo þreyttur, að hann á ekki lengur bros til að mæta yður með, þá biðjum við yður vinsamlegast að láta honum í té eitt af yðar, því enginn hefur fyrir slíkt meiri þörf en sá, sem ekki á lengur bros til handa öðrum. (Lögreglublaðið 1969)