30 Maí 2024 16:41

Við hefðbundið eftirlit Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga hefur hún haft afskipti af um tuttugu manns, sem nú eiga yfir höfði sér kæru vegna mála sem snúa ýmist að brotum á lögum um atvinnuréttindi útlendinga, atvinnurekandi ræður útlending til starfa án atvinnuleyfis og/eða útlendingur ræður sig í vinnu eða starfar sjálfstætt án fengins leyfis.

Fyrrnefnd brot koma reglulega til kasta embættisins og eiga sér stað víða í umdæminu. Svo var einnig að þessu sinni, en aðilarnir sem hér um ræðir voru allir við þjónustustörf af einhverju tagi þegar til afskiptanna kom.

Í ljósi fjölda mála má ætla að þekkingaleysi sé um að kenna, en góðar og gagnlegar upplýsingar um allt sem snýr að atvinnuleyfum er t.d. að finna á heimasíðu Vinnumálastofnunar, bæði á íslensku og ensku, og e.t.v. þarf að koma þeirri vitneskju betur á framfæri.

Vinnumálastofnun – English