20 Nóvember 2008 12:00

Á laugardag kviknaði í mannlausu húsi við Baldursgötu í Reykjavík. Eldsupptök voru ókunn en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði málið sem nú er upplýst. Komið hefur á daginn að í og við húsið voru að sniglast ungir drengir á barnaskólaaldri en þeir voru að fikta með eld með fyrrgreindum afleiðingum.