25 Júní 2020 16:13

Fjórir hafa verið fluttir á slysadeild eftir að eldur kom upp í húsi á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í Reykjavík í dag, en tilkynning um eldinn barst kl. 15.15. Vinna á vettvangi stendur enn yfir og ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.