25 Júní 2020 17:36

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ítrekar að íbúar í nágrenni brunans í húsinu á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu í Reykjavík loki gluggum vegna reyks sem enn berst frá brunastaðnum. Þá er fólk enn fremur minnt á að vinna á vettvangi stendur enn þá yfir og er það beðið um að halda sig fjarri á meðan viðbragðsaðilar eru að störfum.