1 Desember 2016 15:16

Grunur leikur á að kveikt hafi verið í á athafnasvæði Hringrásar í Klettagörðum í Reykjavík á þriðjudagskvöld, en tilkynning um eldinn barst kl. 22.09. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins, en kviknaði hafði í málmhrúgu á lóð fyrirtækisins.

Þeir sem geta veitt upplýsingar um málið eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000, með tölvupósti á netfangið gunnar.bachmann@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.