2 Maí 2023 16:54
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af fjórum ungmennum í tengslum við rannsókn hennar á bruna í Drafnarslippnum í Hafnarfirði gærkvöld. Þau voru á ferli við Drafnarslippinn um kl. 17, en ungmennin eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000. Eitt þeirra er talið vera með sítt, rautt hár og annað var á hjóli, en frekari vitneskja um þau liggur ekki fyrir. Upplýsingum um ungmennin, ef einhver býr yfir þeim, má enn fremur koma á framfæri í tölvupósti á netfangið norma.dogg@lrh.is