20 Ágúst 2023 13:31

Þessa stundina eru viðbragðsaðilar að kljást við eld sem kviknaði í húsnæði við Hvaleyrarbraut 22 í Hafnarfirði. Reyk leggur frá húsinu og er fólki í nágrenninu bent á að loka gluggum.

Fólk er einnig beðið um að halda sig fjarri Hvaleyrarbraut og nágrenni til að gefa slökkviliði og lögreglu vinnufrið á vettvangi og til að tryggja aðkomu viðbragsaðila til og frá staðnum.