20 Nóvember 2018 15:39
Eldur kom upp upp í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði að kvöldi föstudagsins s.l. en vinna á vettvangi hefur staðið síðan þá. Eftir að slökkvistarfi lauk var lögreglu afhentur vettvangur til rannsóknar á eldsupptökum. Þeirri vinnu er lokið og tryggingarfélagi hefur verið afhent húsið til að hreinsunarstarf geti hafist. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök á þessu stigi, en báðar hæði hússins eru mjög illa farnar eftir brunann. Rannsóknardeild lögreglustöðvarinnar í Hafnarfirði mun halda rannsókninni áfram í samvinnu við tæknideild embættisins.
Lögreglan óskar eftir að að ná tali af fólki sem var á ferðinni, bæði á ökutækjum og gangandi, í nágrenni við brunavettvanginn áður en slökkvilið og lögregla komu á staðinn. Ökutækin og fólkið sést á myndefni sem lögreglu hefur borist en mikilvægt er að þessir aðilar hafi samband sem fyrst. Hægt er að hafa samband við lögreglu gegnum netfangið jgs@lrh.is, gegnum einkaskilaboð á fésbókarsíðu embættisins eða í gegnum símann 444-1000.