12 Júlí 2011 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú bruna sem varð á athafnasvæði Hringrásar við Klettagarða í Reykjavík í nótt. Tilkynnt var um eld skömmu fyrir klukkan þrjú en mikinn reyk lagði frá dekkjum sem kviknaði í.

Vegna rannsóknarinnar biður lögreglan þá sem urðu varir við grunsamlegar mannaferðir í Klettagörðum og nágrenni í nótt að hafa samband í síma 444-1000. Um er að ræða tímabilið frá miðnætti og til þess að lögregla og slökkvilið komu á vettvang.