3 Mars 2022 11:23

Rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á bruna í húsi við Auðbrekku í Kópavogi er á frumstigi. Tilkynning um eldinn barst á fjórða tímanum í nótt, en í húsinu eru herbergi í útleigu. Engan sakaði. Tæknideild lögreglu kom á vettvang í nótt og heldur vinnu hennar þar áfram í dag.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.