15 Mars 2016 17:56

Karl á fertugsaldri hefur játað að hafa kveikt í iðnaðarhúsnæði við Grettisgötu 87 í Reykjavík mánudagskvöldið 7. mars. Maðurinn, sem hefur glímt við andleg veikindi, dvelur nú á viðeigandi stofnun. Lögreglan handtók einnig annan mann í þágu málsins, en sá var sömuleiðis á vettvangi þegar eldurinn kom upp. Rannsókn lögreglu leiddi hins vegar í ljós að síðarnefndi maðurinn kveikti ekki eldinn.

Tilkynning um eldinn barst kl. 20.14 og stóð slökkvistarfið fram á nótt. Húsið er mjög illa farið eftir brunann.