7 Desember 2007 12:00

Tomas Malakauskas (Arlauskas) hefur verið dæmdur í 16 mánaða fangelsi en hann var sakfelldur fyrir að hafa fíkniefni í fórum sínum og að hafa brotið gegn endurkomubanni. Tomas var handtekinn í Hafnarfirði 20. nóvember og hefur setið í gæsluvarðhaldi. Hann var á sínum tíma dæmdur fyrir aðild að svokölluðu líkfundarmáli.

Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í dag.