28 Ágúst 2006 12:00
Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af allmörgum borgurum um helgina vegna ölvunar. Þetta var ýmist við skemmtistaði, í heimahúsum og á förnum vegi. Drykkjunni fylgdu bæði slagsmál og önnur leiðindi og einhverjir þurftu að leita sér aðstoðar á slysadeild.
Unglingahópur fór í tvígang í eina af sundlaugum borgarinnar og var lögreglan kölluð til. Lauk málinu með því að þeir sem ekki létu sér segjast voru handteknir. Þá var öðrum unglingahópi vísað út úr kirkjugarði en þar höfðu krakkarnir verið við drykkju. Unglingunum var bent á þá óvirðingu sem þau sýndu með þessu framferði og var ekki laust við að þeir skömmuðust sín.