22 Júlí 2020 14:58

Hún reyndist afdrifarík ökuferðin sem ónefndur ökumaður fór í í borginni í gær. Sá var stöðvaður sökum þess að bifreið hans var búin nagladekkjum, en við því er 80 þúsund króna sekt. Til að bæta gráu ofan á svart kom í ljós við afskiptin að viðkomandi hafði þegar verið sviptur ökuréttindum, en fyrir þær sakir er 120 þúsund króna sekt. Hætt er við að þetta komi illa við pyngjuna og því eru ökumenn hvattir til að vera réttu megin við lögin svo að forðast megi útgjöld sem þessi.