31 Janúar 2007 12:00

Nokkuð var um strákapör á höfuðborgarsvæðinu í gær og af þeim varð talsvert tjón. Klósett var eyðilagt í einum af grunnskólum borgarinnar en í það hafði verið sett sprengja af einhverju tagi. Klósettið splundraðist og þykir mildi að enginn skyldi slasast við þetta uppátæki. Á öðrum stað í borginni var vatnsslöngu stungið inn um glugga í kjallaraíbúð og skrúfað frá. Það var því ófögur sjón sem mætti húsráðendum þegar þeir komu heim til sín enda hafði vatnið runnið um allt. Sem betur fer koma svona mál sjaldan upp en þau eru nú bæði til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.