6 Júlí 2010 12:00
Um helgina voru fjórir ökumenn teknir í Reykjavík fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Þetta voru þrír karlar, 20-30 ára, og ein kona, 36 ára. Karlarnir voru allir próflausir en einn þeirra reyndi að komast undan lögreglu. Honum var veitt stutt eftirför í Grafarholti en maðurinn og farþegar hans, tveir karlar á þrítugsaldri, reyndu síðan árangurslaust að komast undan á hlaupum. Farþegarnir voru líka handteknir og fluttir á lögreglustöð en annar þeirra var með bæði fíkniefni og töluvert af peningum á sér en grunur leikur á að þeir séu tilkomnir vegna fíkniefnasölu.