18 Febrúar 2020 16:50

Rétt fyrir klukkan fjögur í dag barst tilkynning um að kona í annarlegu ástandi hefði stolið bifreið við Sundahöfn, en brugðist var fljótt við og henni veitt eftirför uns náðist að stöðva för konunnar í Lækjargötu, nærri Vonarstræti. Konan var handtekin og flutt á lögreglustöð, en mildi þykir að ekki hlaust slys af enda virti konan fáar ef nokkrar umferðarreglur á leið sinni. Hún ók m.a. gegn rauðu ljósi og litlu mátti muna að bíll hennar lenti í árekstri við önnur ökutæki meðan á þessum glórulausa akstri stóð.