27 Júlí 2005 12:00
Lögregla á Álftanesi, í Garðabæ og Hafnarfirði mun, í aðdraganda og yfir verslunarmannahelgina, vera með sérstakt eftirlit inni í íbúðahverfum svo sem verið hefur. Hún mun hafa afskipti af og ræða við þá sem þar eru, telji hún ástæðu til, og hvetur jafnframt til árvekni íbúa gagnvart öllu því sem óvenjulegt eða grunsamlegt getur talist og að tilkynna um það til lögreglu.
Það hefur sýnt sig að samstarf lögreglu og íbúa að þessu leyti hefur skilað góðum árangri í sambandi við forvarnir og uppljóstrun afbrota eins og innbrota og þjófnaða og því er hvatt til þess hér að framhald verði þar á.